NOVIS stefnir NBS fyrir dómstóla. Aðrar mikilvægar upplýsingar >>

NOVIS hefur þingfest dómsmál gegn ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu um að afturkalla starfsleyfi félagsins

23.08.2023

NOVIS þingfesti dómsmál þann 4. ágúst 2023. Í þessi dómsmáli er krafist ógildingar á ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu að afturkalla starfsleyfi félagsins. Í sama dómsmáli fer NOVIS fram á við dómstólinn að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu verði tímabundið frestað þar til fullnaðardómur er gengin.
Stefna málsins inniheldur nákvæma staðreyndalýsingu í 664 efnispunktum og spannar 115 blaðsíður, þar sem skýrt er farið yfir að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu er ólögmæt og ætti að sæta ógildingu að fullu.

NOVIS mun upplýsa um einstök atriði dómsmálsins eftir því sem málsmeðferð miðar fyrir dóminum.Yfirlýsing okkar frá 6. júní 2023

Þann 5. júní 2023 ákvað Seðlabanki Slóvakíu að afturkalla tryggingaleyfi NOVIS. Tryggingafélagið NOVIS hefur farið yfir þessa ákvörðun sem var undirrituð af seðlabankastjóra Slóvakíu, Peter Kažimír, -og furðar félagið sig á fjölda villna sem þar standa. Að auki voru gögn sem NOVIS lagði fyrir NBS hunsuð að öllu leyti. Má þar nefna sérfræðiálit dómkvadds matsmanns frá Vínarborg, sem fullyrðir að NBS hafi raskað gjaldþolsmörkum NOVIS að svo miklu leyti að sérfræðingurinn notaði hugtakið „fölsun“ í tengslum við málsmeðferð NBS.
 
NOVIS er sannfært um að ákvörðun NBS sé alröng, hún byggð á rangfærslum og rangri beitingu laga. Tryggingafélagið undirbýr því dómsmál og mun fara fram á það við dómstól að ákvörðunin verði ógilt. NOVIS býst við sanngjarnri málsmeðferð frá dómstólnum, sérstaklega í ljósi þess að allnokkur mikilvæg skjöl voru vísvitandi ekki gerð aðgengileg við málsmeðferðina. Um langt skeið benti NOVIS ítrekað á sannaða hlutdrægni og ólöglegar aðgerðir ákveðinna embættismanna innan Seðlabanka Slóvakíu og ákvað því einnig að leita til ríkissaksóknara.
 
Í samræmi við þessa ákvörðun hefur NOVIS ekki heimild til að gera nýja vátryggingarsamninga. Ákvörðun NBS hefur þó engin áhrif á núverandi viðskiptavini NOVIS. Þeir hafa eftir sem áður umsamda vátryggingarvernd í gildi og ber að greiða af samningum sínum iðgjöld.
 

Aðrar mikilvægar upplýsingar: