LAGALEG ÞRÓUN HJÁ NOVIS - MARS 2024 >>

Lagaleg þróun hjá NOVIS - Mars 2024

23.08.2023

NOVIS óskar þess að upplýsa viðskiptavini og samstarfsaðila um nýjustu þróun mála í yfirstandandi lagalegum ágreining félagsins við yfirvöld.

Bakgrunnur

Þann 1. júní 2023 tók Seðlabanki Slóvakíu (NBS) þá ákvörðun að afturkalla leyfi NOVIS til þess að selja nýja vátryggingarsamninga og jafnframt því lagði fram beiðni við viðeigandi dómstól að NOVIS yrði tekið upp til slitameðferðar.
Eftir vandlega skoðun taldi NOVIS að ákvörðun NBS væri byggð á misskilning á staðreyndum og rangri beitingu viðeiganda laga. Vegna þessa höfðaði NOVIS dómsmál gegn NBS með 115 bls. stefnu þann 4. ágúst 2023 þar sem ákvörðun NBS var mótmælt og krafðist algerrar ógildingar á ákvörðun bankans. NOVIS lagði fram matsgerð þriggja óvilhallra sérfræðinga þar sem slíkt sérfræðiálit var ekki að finna í málatilbúnaði NBS.

 
Núverandi staða

Þann 13. febrúar 2024 stöðvaði héraðsdómur Bratislava skiptaferlið sem NBS óskaði eftir gagnvart NOVIS, þar til endanlegur dómur liggur fyrir um málsókn NOVIS gegn úrskurði NBS, sem nú er til málsmeðferðar hjá stjórnsýsludómstól. NOVIS er þess fullviss að þessa stöðvun megi túlka sem vísbendingu um tortryggni dómstólsins gagnvart ákvörðun NBS. Starfsemi NOVIS heldur áfram sem fyrr og allar tryggingar eru virkar og óbreyttar. NOVIS vinnur úr fyrirspurnum viðskiptavina á skjótan og skilvirkan hátt
NOVIS kann að meta áframhaldandi stuðning þinn og þolinmæði meðan farið er í gegnum þetta ferli og mun halda áfram að upplýsa um frekari þróun.
 

Aðrar mikilvægar upplýsingar: